top of page

Þjónusta

Vantar þig vandað efni?

Ég hanna með þér efni sem styrkir þitt vörumerki sem leiðtoga á markaði

Kauppersónur
Þjónustusamningur
Efnisskrif
Vörumörkun

Vandað efni skapar traust

Þeir sem selja dýrar lausnir á fyrirtækjamarkaði vita að valdið hefur færst til kaupenda með tilkomu netsins og hnattvæðingu viðskipta.

 

Kaupendur í dag kjósa að fræðast um vanda sinn, og skilja hvernig á að leysa hann, eins og ég og þú, - á netinu.

Þau fyrirtæki sem sinna þessu kalli og bjóða, án skuldbindinga, verðmæta ráðgjöf og leiðsögn með ritstýrðu efni á vefjum sínum sanna að þau skilja vanda kaupenda betur en keppinautarnir og eru í mun sterkari stöðu síðar þegar kemur að ákvörðun um viðskipti.

Þetta er kjarninn í innlægri (e. inbound) markaðsnálgun.

Það skiptir miklu máli að skilja vanda eða tækifæri sem kaupendur standa frammi fyrir. Þar er fókuspunktur nýsköpunar og viðskiptatækifæra.

En það er líka mikilvægt að skilja persónur og leikendur í stórum kaupákvörðunum.

 

Hverjir taka ákvörðun um kaupin? Hverjir sjá um að rannsaka mögulegar lausnir? Hvaða aðilar eru mikilvægir áhrifavaldar í ákvörðuninni? Hversu flókið er ferlið?

Áður en vinna hefst við efnisframleiðslu er mikilvægt að teikna upp kauppersónur (e. buyer personas).

Ég hjálpa þér með það.

Young Businesswoman

Efnisskrif

Blogg og pistlar eru enn kjarninn í innlægri (e. inbound) markaðsnálgun, þótt annað efnisform eins og vídeó og hlaðvörp sæki á.

 

Ritað efni hentar best til að fræða kaupendur um vanda sinn eða tækifæri, og til að leiðbeina um lausnir. Vandað skriflegt efni er líka nauðsynlegt til að ná árangri í leitarvélum þar sem hörð samkeppni ríkir um athygli kaupenda.

 

Ég tek að mér öll helstu verkefni á sviði efnisskrifa, svo sem að skrifa eða yfirfara veftexta, semja blogg, pistla, reynslusögur (e. case studies), vídeóhandrit, rafbækur og fleira, hvort sem er á íslensku eða ensku. 

Er efnið þitt að virka fyrir þig?

Image by Florian Klauer

Vörumörkun

Það getur verið áskorun að pakka tæknilegum lausnum í söluvænlegan búning þannig að ávinningur og yfirburðir gagnvart samkeppnisaðilum sé skýr. 

 

Oft getur verið gott að fá fersk, utanaðkomandi augu til að rýna í söluskilaboð, hjálpa við að draga fram sérstöðu vörunnar og pakka henni inn með sannfærandi vörulýsingu og virðisloforði.

 

Þá getur hentað sumum fyrirtækjum að létta tímabundið álag vegna nýrrar markaðsetningar eða uppfærslu á eldri lausnum.

Þarftu aðstoð við að pakka inn?

Image by Annie Spratt

Þjónustu-samningur

Fyrirsjáanleiki í rekstri er alltaf kostur. Ég býð fyrirtækjum samninga um tiltekna þjónustuliði á mánuði gegn föstu verði, eftir samkomulagi.

 

Slíkt fyrirkomulag getur hentað mörgum fyrirtækjum sem þurfa ekki markaðssérfræðinga í fullt starf, en vilja birta reglulega efni á vefjum sínum eða á samfélagsmiðlum eins og LinkedIn.

​Ég er strategískur ráðgjafi og öflugur bandamaður þeirra sem ég vinn með.

The Contract

Hafðu samband

Halló. Höldum okkur við efnið.

s. 846-1370

Business Meeting
  • LinkedIn
  • White Facebook Icon

Ég er á Facebook og LinkedIn

bottom of page