top of page
Untitled%20design%20(1)_edited.jpg

Bestu vefirnir

Hubspot þarf vart að kynna, en fyrirtækið býður vefmarkaðsþjónustu, sem hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár, ekki síst vegna efnismarkaðssetningar á heimsmælikvarða. Endalaust af alls kyns efni og ókeypis námskeiðum um efnismarkaðssetningu og markaðstækni.

Breskur fagvefur um B2B markaðsmál og einn öflugasti sinnar tegundar í heiminum.

Neil Patel er markaðsgúrú sem hefur stofnað nokkur internetfyrirtæki og selt með miklum hagnaði. Hann og fyrirtæki hans framleiðir mikið af efni um markaðsmál, ekki síst SEO og SaaS sölustarf.

CMI var stofnað 2011 af Joe Pulizzi, sem er einn af helstu hugmyndafræðingum efnismarkaðssetningar.

SeriousDecisions veitir sérfræðiþjónustu og námskeið á sviði B2B sölu- og markaðsmála, en var nýlega keypt af ráðgjafarfyrirtækinu Forrester 

Markaðsstofa sem sérhæfir sig í efnismarkaðs-setningu, stofnuð af Robert Rose, sem er þekktur hugsuður á þessu sviði. Vandaðar og ítarlegar greinar um efnismarkaðssetningu.

The B2B Institute er nýleg hugveita á vegum LinkedIn um markaðsmál á B2B markaði. Mikið af góðu efni.

Smartbug er efnisstofa sem sérhæfir sig í B2B og framleiðir mikið af gagnlegu efni.

 
 
Nokkrar bækur sem ég mæli með
Content Marketing Engineered.PNG

Content Marketing Engineered er nýlega útkomin bók eftir Wendy Covey, en hún rekur B2B markaðsstofu sem sérhæfir sig í markaðssetningu flókinna lausna til tæknifólks og verkfræðinga sem gera miklar kröfur. Hún rekur nákvæmlega skref fyrir skref hvernig á að markaðssetja með efni til þessa hóps, allt frá stefnumótun til mælinga á árangri.

Alchemy.PNG

Rory Sutherland er einn eigenda Ogilvy stofunnar frægu, og markaðsgúru sem mikið er vitnað til. Hann hefur sérstakan áhuga hinu órökrétta í mannlegu atferli og skilningi á mannlegum tilfinningum sem þarf að vera til staðar í áhrifaríkum herferðum. Alchemy er frábær bók sem fær mann til að hugsa.

Marketing Rebellion.PNG

Mark Schaefer er þekktur höfundur og hugsuður í markaðsfræðum. Í Marketing Rebellion sem kom út 2019 útskýrir Schaefer ofurvaldið sem neytendur og kaupendur á B2B markaði hafa og hvað það þýðir fyrir hollustu við vörumerki og starf markaðsfólks. Hann gefur svo konkret ráð til að fóta sig í þessum nýja heimi. Djúp, frábær bók sem fær fullt hús á Amazon - og hjá mér.

This is marketing.PNG

Í This is marketing eftir Seth Godin tekur hann saman allar helstu hugmyndir sínar um markaðsmál þar sem hann leggur áherslu á mikilvægi þess fyrir vörumerki að tengjast raunveruleika fólks og gera alvöru gagn í lífi þess - ekki búa til meira suð, heldur gera meira gagn fyrir heiminn. Þeir sem hafa lesið fyrir bækur hans finna kannski ekki mikið hér, en nýir lesendur fá mikið fyrir sinn snúð. Godin er hugsjónamaður og stundum á full miklu flugi, en hugmyndir hans eru skemmtilegar og frumlegar.

Buyer Personas.PNG

Buyer Personas eftir Adele Revella frá 2015 er fyrsta bókin sem ég las um kauppersónur og kaupferla, og reyndar eina bókin sem ég fann um efnið á sínum tíma. Revella einblínir á stór og flókin viðskipti og lýsir mjög nákvæmlega aðferðarfræðinni við kortlagningu og lýsingu kauppersóna og kaupferla. 

Ultralearning.PNG

Ultralearning eftir Scott Young er ekki bók um markaðsmál en efni hennar á mikið erindi í dag, fyrir markaðsfólk og alla aðra sem vilja ekki verða undir í samkeppni komandi ára við aðra sérfræðinga - og gervigreindina, sem er handan við hornið. Við þurfum stöðugt að læra alla ævi til að auðga okkar líf og möguleika, og Young sýnir hvernig og gera það á skilvirkan og agaðan hátt. Mjög góð bók frá Young sem vakti mig mjög til umhugsunar.

bottom of page